Erlent

Segir myndir Rússa frá norðurpólnum teknar úr Titanic

Finnskur myndasérfræðingur segir myndir Rússa frá norðurpólnum falsaðar.
Finnskur myndasérfræðingur segir myndir Rússa frá norðurpólnum falsaðar. MYND/AP

Finnskt dagblað heldur því fram að myndir af því þegar áhöfn á rússneskum kafbát kom fyrir rússneska fánanum á hafsbotni undir norðurpólnum séu falsaðar.

Greint var frá atburðinum í síðustu viku og að með þessu vildu Rússar gera tilkall til hafsvæðisins við norðurpólinn er þar er að finna miklar auðlindir. Stærsta blað Finnlands, Helsingin Sanomat, heldur því hins vegar fram að myndir af atburðinum í síðustu viku séu í raun úr stórmyndinni Titanic sem fjallar um samnefnt skip sem sökk í Atlantshafið árið 1912.

Blaðið hefur þetta eftir sérfræðingi í myndum sem segir ekki nokkurn vafa á því hvaðan myndirnar komi. Það var Reuters-fréttastofan sem dreifði myndunum og sagði þær komnar frá rússneskri sjónvarpsstöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×