Erlent

Tveir þýskir ferðmenn drukkna við strendur Jótlands

MYND/365

Tveir þýskir ferðamenn, móðir og sonur, drukknuðu í sjónum úti við danska bæinn Söndervig á vesturströnd Jótlands í dag. Pilturinn var á sundi þegar sterk undiralda hreif hann með sér á haf út. Móðirinn gerði tilraun til að bjarga syni sínum með fyrrgreindum afleiðingum.

Björgunarbátar frá nærliggjandi bæjum sem og björgunarþyrlur voru sendar út til leitar að mæðginum. Lík konunnar fannst fljótlega en ekki hefur ennþá tekist að finna piltinn. Konan var 41 árs gömul en pilturinn 18 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×