Erlent

Fimm láta lífið í sprengingu í Bagdad

Öflug sprengja sprakk við Maaskar al-Rashid verslunargötun
Öflug sprengja sprakk við Maaskar al-Rashid verslunargötun MYND/AFP

Fimm létust og að minnsta kosti tíu særðust þegar sprengja sprakk á fjölfarinni verslunargötu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengjunni var komið fyrir í trukk sem búið var að leggja við bílasölu.

Sprengjan sprakk á háannatíma og olli hún töluverðum skemmdum á nærliggjandi húsum. Þetta er önnur sprengjan sem springur við Maaskar al-Rashid verslunargötuna á aðeins tveimur sólarhringum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×