Enski boltinn

Heinze ákveðinn í að komast frá United

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Argentíski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hefur nú tekið til þeirra ráða að ráða lögfræðifyrirtæki til starfa til að auðvelda honum að komast frá Manchester United til erkifjandanna í Liverpool.

Leikmaðurinn hefur bréf undir höndunum sem er undirritað af David Gill, stjórnarformanni félagsins, og í því stendur að Heinze geti yfirgefið klúbbinn ef að 6 milljóna punda tilboð bærist í hann - það sama og Liverpool hefur boðið í hann. Forráðamenn Liverpool eru ákveðnir í að næla í kappann en United segir það ekki koma til greina að selja hann til Liverpool. Manchester Unitd keypti Heinze á 6,9 milljónir punda árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×