Erlent

Fjörutíu og átta bandarískir hermenn hafa látist í Írak í júlí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breskir hermenn standa vaktina í Basra.
Breskir hermenn standa vaktina í Basra. Mynd/ AFP

Bandarískur hermaður lét lífið þegar sprengja sprakk í Diyla héraðinu í Írak. Þar með hafa 48 bandarískir hermenn látist í Írak það sem af er júlí.

Fimm Írakar létust og að minnsta kosti ellefu manns særðust þegar smárúta sprakk í Baladiyat í Bagdad í dag. Á meðal hinna látnu var ársgamalt barn. Þá létust sex manns í norðurhluta borgarinnar eftir loftárás frá Bandaríkjaher. Bandaríski herinn hefur eftir írösku lögreglunni að hinir látnu séu hermenn en íraskir fjölmiðlar segja að óbreyttir borgarar hafi látist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×