Erlent

Úrhellisrigning í Bretlandi í gær

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk klæðir sig eftir veðri í Bretlandi þessa dagana.
Fólk klæðir sig eftir veðri í Bretlandi þessa dagana. Mynd/ Valgarður Gíslason

Mestu rigningar í manna minnum gengu yfir suðurhluta Bretlands í gær. Á einum sólarhring rigndi jafn mikið og á tveimur mánuðum í meðalári. Rigningin truflaði gervihnattarsamskipti, olli rafmagnsleysi og truflaði samgöngur. Þá þurfti að rýma skólabyggingar og heimili vegna vatnavaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×