Erlent

Bandaríkjaforseti setur reglur um yfirheyrsluaðferðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bush er kampakátur þessa dagana.
Bush er kampakátur þessa dagana. Mynd/ AP

George Bush Bandaríkjaforseti hefur gefið út reglugerð sem bannar ómannúðlegar og niðurlægjandi aðferðir við yfirheyrslur á meintum hryðjuverkamönnum. Samkvæmt reglugerðinni er bannað að misþyrma sakborningum og misnota þá. Einnig verður bannað að hæðast að trúarskoðunum þeirra. Ýmis mannúðarsamtök segja reglugerðina ekki nógu stranga en Michael Hayden, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, telur að með henni fái leyniþjónustan skýrari lagaumgjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×