Erlent

Varar við að lausn fanga séu mútur

Ismail Haniyeh leiðtogi Hamas og fyrrverandi forsætisráðherra Palestínu varar við því að lausn 250 palestínskra Fatah fanga sé notuð sem gildra, eða mútur af hálfu Ísraelsmanna til bráðabirgðastjórnarinnar í Palestínu.

Ismail Haniyeh var steypt af stóli sem forsætisráðherra í síðasta mánuði þegar neyðarstjórn Abbas forseta var komið á fót og Hamas tók völd á Gaza. Hann fagnaði í dag lausn fanganna úr ísraelskum fangelsum, en varaði við tilgangi Ísraela.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti Shimon Peres forseta Ísrael og Mahmoud Abbas forseta Palestínu fyrir botni Miðjarðarhafs í vikunni. Hún segir nauðsynlegt að ganga til viðræðna. Íslendingar eigi ekki að skorast undan að taka þátt í friðarferlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×