Erlent

Síðasti dagur vinnuferðar í Ísrael

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Formlegri dagskrá í vinnuferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra til Ísrael og Palestínu lauk nú rétt fyrir fréttir. Ráðherrann heimsótti Aida flóttamannabúðirnar utan við Betlehem í morgun. Búðirnar voru settar á stofn af flóttamannaaðstoð Palestínumanna á sjötta áratugnum.

Ingibjörg snæddi síðan hádegisverð með yfirmanni flóttamannahjálparinnar auk kvenkyns ráðamönnum frá Ísrael og Palestínu.

Á morgun heldur íslenski hópurinn til Jórdaníu og á sunnudag hittir Ingibjörg meðal annars utanríkisráðherra landsins.

Vinnuferðinni til mið-Austurlanda lýkur síðan á sunnudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×