Erlent

Friðarfundur væntanlega haldinn í Bandaríkjunum

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun stýra friðarfundinum.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun stýra friðarfundinum. MYND/AFP

Fyrirhugaður friðarfundur ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs verður væntanlega haldinn í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Þetta kom fram í máli talsmanns bandaríska innanríkisráðuneytisins á blaðamannafundi í dag. Enn liggur þó ekki fyrir hvaða ríkjum verður boðið á friðarfundinn.

Flest öll ríki í Miðausturlöndum hafa tekið vel í hugmynd Bush bandaríkjaforseta um friðarfundinn nema Sýrland og Hamas-samtökin sem lögðu undir sig Gazasvæðið í síðasta mánuði.

Bush bandaríkjaforseti lagði fram hugmyndina um friðarfundinn á blaðamannafundi í gær. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun stjórna fundinum en vonast er til þess að með fundinum verði hægt að stuðla að frið og öryggi í Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×