Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus Jónas Haraldsson skrifar 12. júlí 2007 13:46 George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis. Erlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira
George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis.
Erlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Sjá meira