Ný hótel rísa í Moskvu á hverjum degi 10. júlí 2007 20:49 Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Moskvu síðustu árin og hafa hótel verið rifin til grunna og ný byggð á rúmu ári. Uppbyggingunni stýrir borgarstjórinn með harðri hendi og fylgir framkvæmdum eftir á hverjum laugardegi Fyrir utan skólana er áætlað að fimmtíu og fimm íþróttamiðstöðvar verði byggðar í borginni á sama tíma og að minnsta kosti fimmtán hótel. Venjan hér mun sú að rífa jafnvel gömul hótel sem eru hrörleg niður og byggja ný og dæmi um að það hafi tekið innan við tvö ár. Það er Júrí Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu, sem stýrir skipulagsráði borgarinnar, en kona hans Yelena Baturina, rekur eitt stærsta verktakafyrirtæki í borginni, Inteco. Hjónin hafa verið sökuð um spillingu þar sem Inteco hafi fengið mörg verkefni frá borginni í borgarstjóratíð Luzhkovs sem hófst 1992. Í fyrra mat fjármálaritið Forbes auðæfi konu hans á jafnvirði rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna. Luzhkov er afar áhugasamur um framkvæmdir í borginni og fer milli framkvæmdastaða á hverjum laugardegi til að kanna framganginn. Hann hefur einnig komið á sérstöku skipulagssafni þar sem hægt er að skoða metnaðarfull áform hans fyrir borgina. Byggingakranar eru nú á nær hverju götuhorni - hús þarf að rífa og byggja ný eða endurbæta þau gömlu og færa úr rússneskum stíl. Sum fá þó að halda sér í stalínstílnum og er eftirsótt að búa í þeim. Fyrir vikið eru þau dýr en húsnæði er almennt dýrt í Mosvku. Fermetraverðið getur slagað hátt í milljónina og er í sumum tilvikum rúmlega það. Nærri fjögur hundruð bílar á hverja þúsund Moskvubúa og því umferðahnútar daglegt brauð. Í verstu tilvikum getur tekið þrjá tíma að komast frá miðborginni út á Moskvu flugvöll og ferðalangar því hvattir til að hafa tímann fyrir sér. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Moskvu síðustu árin og hafa hótel verið rifin til grunna og ný byggð á rúmu ári. Uppbyggingunni stýrir borgarstjórinn með harðri hendi og fylgir framkvæmdum eftir á hverjum laugardegi Fyrir utan skólana er áætlað að fimmtíu og fimm íþróttamiðstöðvar verði byggðar í borginni á sama tíma og að minnsta kosti fimmtán hótel. Venjan hér mun sú að rífa jafnvel gömul hótel sem eru hrörleg niður og byggja ný og dæmi um að það hafi tekið innan við tvö ár. Það er Júrí Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu, sem stýrir skipulagsráði borgarinnar, en kona hans Yelena Baturina, rekur eitt stærsta verktakafyrirtæki í borginni, Inteco. Hjónin hafa verið sökuð um spillingu þar sem Inteco hafi fengið mörg verkefni frá borginni í borgarstjóratíð Luzhkovs sem hófst 1992. Í fyrra mat fjármálaritið Forbes auðæfi konu hans á jafnvirði rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna. Luzhkov er afar áhugasamur um framkvæmdir í borginni og fer milli framkvæmdastaða á hverjum laugardegi til að kanna framganginn. Hann hefur einnig komið á sérstöku skipulagssafni þar sem hægt er að skoða metnaðarfull áform hans fyrir borgina. Byggingakranar eru nú á nær hverju götuhorni - hús þarf að rífa og byggja ný eða endurbæta þau gömlu og færa úr rússneskum stíl. Sum fá þó að halda sér í stalínstílnum og er eftirsótt að búa í þeim. Fyrir vikið eru þau dýr en húsnæði er almennt dýrt í Mosvku. Fermetraverðið getur slagað hátt í milljónina og er í sumum tilvikum rúmlega það. Nærri fjögur hundruð bílar á hverja þúsund Moskvubúa og því umferðahnútar daglegt brauð. Í verstu tilvikum getur tekið þrjá tíma að komast frá miðborginni út á Moskvu flugvöll og ferðalangar því hvattir til að hafa tímann fyrir sér.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira