Erlent

Ný hótel rísa í Moskvu á hverjum degi

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Moskvu síðustu árin og hafa hótel verið rifin til grunna og ný byggð á rúmu ári. Uppbyggingunni stýrir borgarstjórinn með harðri hendi og fylgir framkvæmdum eftir á hverjum laugardegi

 

 

Fyrir utan skólana er áætlað að fimmtíu og fimm íþróttamiðstöðvar verði byggðar í borginni á sama tíma og að minnsta kosti fimmtán hótel. Venjan hér mun sú að rífa jafnvel gömul hótel sem eru hrörleg niður og byggja ný og dæmi um að það hafi tekið innan við tvö ár.

 

 

Það er Júrí Luzhkov, borgarstjóri í Moskvu, sem stýrir skipulagsráði borgarinnar, en kona hans Yelena Baturina, rekur eitt stærsta verktakafyrirtæki í borginni, Inteco. Hjónin hafa verið sökuð um spillingu þar sem Inteco hafi fengið mörg verkefni frá borginni í borgarstjóratíð Luzhkovs sem hófst 1992. Í fyrra mat fjármálaritið Forbes auðæfi konu hans á jafnvirði rúmlega hundrað og fjörutíu milljarða íslenskra króna.

 

 

Luzhkov er afar áhugasamur um framkvæmdir í borginni og fer milli framkvæmdastaða á hverjum laugardegi til að kanna framganginn. Hann hefur einnig komið á sérstöku skipulagssafni þar sem hægt er að skoða metnaðarfull áform hans fyrir borgina.

 

 

Byggingakranar eru nú á nær hverju götuhorni - hús þarf að rífa og byggja ný eða endurbæta þau gömlu og færa úr rússneskum stíl. Sum fá þó að halda sér í stalínstílnum og er eftirsótt að búa í þeim. Fyrir vikið eru þau dýr en húsnæði er almennt dýrt í Mosvku. Fermetraverðið getur slagað hátt í milljónina og er í sumum tilvikum rúmlega það.

 

 

Nærri fjögur hundruð bílar á hverja þúsund Moskvubúa og því umferðahnútar daglegt brauð. Í verstu tilvikum getur tekið þrjá tíma að komast frá miðborginni út á Moskvu flugvöll og ferðalangar því hvattir til að hafa tímann fyrir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×