Blóðbað í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 10. júlí 2007 06:50 Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Pakistanski herinn gerði áhlaup á Rauðu moskuna í Islamabad, höfuðborg landsins, á miðnætti í gærkvöldi eftir að samningaviðræður við vígamenn báru ekki árangur. Tæplega 60 vígamenn hafa látið lífið og um átta hermenn. Þá hafa 29 hermenn særst í átökunum. Herinn hefur nú náð rúmlega tveimur þriðju hluta svæðisins á sitt vald. Hann hefur náð moskunni sjálfri undir sína stjórn en er ennþá að berjast við vígamenn í kjallara bænaskólans. Þeir hafa þegar tryggt hluta kjallara skólans og hafa náð að frelsa um 50 konur og börn. Talsmaður hersins, Waheed Arshad, sagði að nú væri barist herbergi fyrir herbergi í hörðum bardögum. Herinn tilkynnti komu sína og gæfi vígamönnum 15 mínútur til þess að gefast upp og yfirgefa herbergið. Eftir það væri ráðist inn í herbergin. Talið er að vígamennirnir ætli sér að verjast í kjallaranum til síðasta manns. Enn hefur lítið sem ekkert sést til þeirra hundruð kvenna og barna sem enn eiga að vera inni í moskunni en 20 börn sluppu úr henni þegar áhlaupið hófst. Háttsettur maður innan hersins sagði fyrr í morgun að klerkurinn Abdul Rashid Ghazi hefði verið handtekinn. Hann er æðsti trúarleiðtoginn sem enn er inni í moskunni. Nú er hins vegar talið að hann hafi, ásamt vígamönnunum, lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara skólans. Þar séu síðan fjöldi kvenna og barna sem þeir ætli sér að nota sem mannlega skildi. Yfirvöld fullyrða að fjölmörgum nemendum bænaskólans hafi verið skipað að vera áfram, þvert gegn vilja sínum. Þau telja að á bilinu 200 til 500 nemendur séu þar enn inni, fyrir utan vígamennina. Moskan var lengi þyrnir í augum yfirvalda en þau afhöfðust ekkert af ótta við hefndaraðgerðir herskárra múslima í norðvesturhluta landsins. Að minnsta kosti einn slíkur hótaði í gær hefndum ef ráðist yrði á moskuna. Smellið hér til þess að sjá myndir þaðan.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira