Erlent

Bush útilokar ekki að Libby verði náðaður að fullu

Bush telur að Libby hafi fengið of harðan dóm.
Bush telur að Libby hafi fengið of harðan dóm.

George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann muni náða Lewis Libby algerlega. Ákvörðun forsetans um að aflétta fangelsisdómi yfir Libby hefur vakið mikil viðbrögð meðal demókrata.

 

Bush sagði að ákvörðun sín hefði verið mjög erfið en hann hefði endanlega komist að þeirri niðurstöðu að fangelsisdómurinn væri of þungur. Hann sagðist ekkert útiloka með framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×