Erlent

Útlit fyrir að stjórnin sé fallin í Belgíu

Yves Leterme, leiðtogi frjálslyndra demókrata á kjörstað í morgun.
Yves Leterme, leiðtogi frjálslyndra demókrata á kjörstað í morgun. MYND/AP

Útlit er fyrir að átta valdatíð Guys Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sé á enda því fyrstu tölur eftir þingkosningar í dag benda til þess að kjósendur hafi fellt ríkisstjórn frjálsyndra og sósíalista í landinu.

Þá benda tölur til þess að flokkur kristilegra demókrata í Flæmingjalandi hafi bætt verulega við sig og því líklegast að forsætisráðherra Flæmingjalands, Yves Leterme, verði nýr forsætisráðherra landsins. Það gæti þó tekið hann nokkrar vikur að mynda bandalag með öðrum flokkum.

Efnahagur Belgíu hefur verið í blóma að undanförnu og skattar lækkaðir en það virðist ekki hafa nægt Verhofstadt og félögum hans í frjálslyndum til áframhaldandi stjórnarsamstarfs við sósíalista.

Kjörstöðum var lokað klukkan eitt að íslenskum tíma í dag en um 7,7 milljónir manna voru á kjörskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×