Erlent

Á þriðja tug slasaður eftir umferðarslys í Belgíu

Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta með breska ferðamenn ók á bíl og í framhaldinu á hús í bænum Middelkerke í Belgíu í dag. Nítján hinna slösuðu voru í rútunni en tveir farþegar í bílnum og tveir íbúar í húsinu slösuðust lítillega í óhappinu.

Atvikið varð skömmu fyrir hádegi að staðartíma að sögn Sky-fréttastofunnar og var farið með hina slösuðu til borganna Ostend og Brugge í nágrenni bæjarins. Þeir fjórir sem eru hvað verst haldnir eru allir breskir ferðamenn en þeir voru í hópi 37 Breta sem voru á leið heim úr ferðlagi til Prag, Vínar og Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×