Erlent

Sjö skotnir í heimahúsi í Wisconsin

MYND/AP

Lögregla hefur fundið sex manns látna og barn illa sært eftir skotárás í bænum Delavan í suðurhluta Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum.

Fólkið fannst í húsi í bænum um klukkan hálffjögur í nótt að íslenskum tíma eftir að lögreglu barst símtal og fann hún barnið með skotsár í brjósti í bíl fyrir utan húsið. Ekkert liggur fyrir um hver stóð á bak við skotárásina en lögregla í bænum hefur boðað til blaðamannafundar vegna atviksins síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×