Erlent

Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni

MYND/AP
Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið.

Gerry og Kate McCann hafa verið á ferðinni um Evrópu undanfarna daga og vikur til þess að vekja athygli á leitinni en hvarf stúlkunnar hefur vakið heimsathygli. Þau halda til Norður-Afríku nú um helgina en munu á þriðjudag halda aftur til Portúgals til þess að meta stöðuna og takast á við tilfinningar sínar eins og faðir Madeleine orðaði það.

Ekkert hefur spurst til stúlkunnar síðan hún hvarf af herbergi á hóteli fjölskyldunnar í Praia da Luz í Algarve á meðan foreldrar hennar voru úti að borða. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins en lögregla bæði í Portúgal og Bretlandi stendur ráðþrota frammi fyrir málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×