Erlent

Réðust á ísraelska eftirlitsstöð

Ísraelskir hermenn á vettvangi átakanna í dag.
Ísraelskir hermenn á vettvangi átakanna í dag. MYND/AP

Fjórir herskáir Palestínumenn réðust í dag á eftirlitsstöð ísraelska hersins og skiptust á skotum við ísraelska hermenn.

Eftir því sem fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins óku uppreisnarmennirnir, sem eru í samtökunum Heilagt stríð og al-Aqsa herdeildunum, í gegnum Kissufim-stöðina á landamærum Gasasvæðisins og Ísraels og hófu skothríð á ísraelska hermenn í nærliggjandi eftirlitsstöð. Stóð bardaginn í um þrjár klukkustundir og féll einn uppreisnarmannanna en engan hermanna sakaði að sögn Ísraela.

Uppreisnarmennirnir greindu frá því að þeir hefðu rænt ísraelskum hermanni í átökunum en þær fréttir báru Ísraelsmenn til baka. Árásin var sú fyrsta sem palestínskir uppreisnarmenn gera yfir landamærin frá því að þeir rændu hermanninum Gilad Shalit fyrir um ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×