Erlent

Á adamsklæðunum til stuðnings hjólreiðum

Þessi hópur fór um götur Madrídar í dag, vegfarendum ýmist til gleði eða ógleði.
Þessi hópur fór um götur Madrídar í dag, vegfarendum ýmist til gleði eða ógleði. MYND/AP

Umhverfisverndarsinnar víða um heim köstuðu í dag klæðum og skelltu sér í hjólreiðatúr til þess að taka þátt alþjóðlega nektarhjólreiðadeginum.

Með uppátækinu vildi fólkið hvetja fleiri til að hjóla og nýta þannig umhverfisvænan samgöngumáta. Nektarhjólreiðatúrar voru farnir í yfir 40 borgum heimsins í dag, þar á meðal helstu stórborgum Evrópu.

Þá tóku um 200 manns af öllum stærðum og gerðum þátt í slíkri hjólreiðaferð í Brighton á Englandi en þar hafði lögregla varað fólk við að það yrði sótt til saka fyrir að valda hneykslun á almannafæri ef kvartanir bærust til lögreglunnar vegna uppátækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×