Erlent

Segja Tyrki hafa gert árásir á norðurhluta Íraks

Tyrkneskir hermenn nærri landamærum Íraks.
Tyrkneskir hermenn nærri landamærum Íraks. MYND/AP

Írakar segja Tyrki hafa gert ítrekaðar flugskeytaárásir á norðurhluta Íraks í vikunni. Utanríkisráðherra Íraks hefur sent Tyrkjum mótmælabréf vegna þessa.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir árásirnar, sem gerðar voru aðfaranótt fimmtudags, hafa valdið miklum skemmdum og hræðslu meðal almennra borgara. Því var haldið fram á fimmtudag að Tyrkir hefðu hafið sókn inn í Kúrdahéruð í Írak en því neituðu ráðamenn í Ankara staðfastlega.

Heimildarmenn í íraska hernum segja Tyrki þó hafa gert nokkur áhlaup þar sem uppreisnarmenn Kúrda í Tyrklandi eru sagðir halda til í Norður-Írak. Írakar hafa óskað eftir fundi með fulltrúum tyrkneskra stjórnvalda vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×