Erlent

Færeyingar hvattir til að hætta þorskveiðum

Oddur S. Báruson skrifar
MYND/AkwaFoto

Alþjóða hafrannsóknarráðið (ICES) leggur til að hætt verði veiðum á þorski á færeyska landgrunninu og að færeyska fiskidagakerfið verði endurskoðað á komandi ári. Ráðið telur hrygningarstofn þorsksins svo lítinn að ekki sé vitað hvað verður ef veiðar halda áfram. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta.

Í viðtali við færeyska útvarpið segir Jákup Reinert, fiskifræðingur hjá ICES, að ákjósanlegasta leiðin til að draga úr veiðiálagi sé að loka svæðum, fækka sóknardögum og notast meira við valbundinn veiðifæri.

Fyrir skömmu sendi Hafrannsóknarstofnun Íslands tillögu til íslenskra stjórnvalda að þorskafli verði dreginn verulega saman á Íslandsmiðum til að byggja upp hrygningarstofninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×