Erlent

Paris Hilton komin í Metropolitan dómshúsið

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Paris táraðist við handtökuna
Paris táraðist við handtökuna MYND/Tmz

Paris Hilton er nú komin á fund Michael Sauer dómara í Metropolitan dómshúsinu. Þangað var hún flutt handjárnuð í lögreglufylgd.

Hundruðir paparassa biðu stjörnunnar þegar hún renndi í hlaðið.

Búist er við að dómarinn Michael Sauer muni tilkynna hvort stjarnan verði send aftur í Lynwood fangelsið til að klára afplánun. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Hilton var sleppt úr Lynwood fangelsinu í gær skipaði Sauer henni að mæta aftur fyrir rétt.

Fjöldi fólks bíður fyrir utan heimili stjörnunnar eftir því að lögregla sæki Hilton, sem var sleppt úr Lynwood fangelsinu í gær vegna ótilgreindra heilsufarsástæðna.

Áhöld eru um hvort sú ákvörðun að leyfa Hilton að afplána afgang dóms síns í stofufangelsi hafi verið í samræmi við fyrirmæli dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×