Mannréttindasamtök gefa út skýrslu um „horfna“ fanga Gunnar Valþórsson skrifar 8. júní 2007 13:00 Mótmæli gegn fangaflutningum Bandaríkjamanna á Spáni á dögunum. MYND/AFP Sex virt mannréttindasamtök gáfu í dag út nöfn og upplýsingar um 39 einstaklinga sem talið er að sé haldið föngnum í leynifangelsum Bandaríkjanna. Einnig hefur verið greint frá nöfnum ættingja hinna horfnu fanga sem sjálfir hafa valið í leynifangelsum. Þar er jafnvel um að ræða börn, allt niður í 7 ára aldur. Íslandsdeild Amnesty hefur sent sendiráði Bandaríkjanna hér á landi afrit af skýrslunni og þess krafist að viðkomandi fangar fái réttláta meðferð. Málssókn hafin Hafin hefur verið málsókn fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum á grundvelli skýrslunnar þar sem þess er krafist að upplýsingar verði gefnar um mennina sem saknað er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amnesty á Íslandi en Amnesty International er á meðal þeirra samtaka sem að skýrslunni komu. Skýrslan send til sendiráðsins á Íslandi Í bréfi Íslandsdeildar Amnesty til sendiráðs Bandaríkjanna er þess krafist að „allir fangar sem nafngreindir eru í samantektinni verði fluttir í viðurkennda varðhaldsstofnun, fái aðgang að fjölskyldum sínum, lögfræðingum og heilbrigðisþjónustu og verði ákærðir eða þeim sleppt," segir í tilkynningunni. „Samtökin krefjast þess einnig að Bandaríkin bindi umsvifalaust enda á leynilegt framsal og varðhald og að nöfn, dvalarstaðir og staða allra fórnarlamba hins leynilega kerfis CIA verði gerð opinber." 7 ára drengur í varðhaldi Skýrslan inniheldur nákvæmar upplýsingar um fjóra einstaklinga sem þar eru nefndir „horfnir" fangar í fyrsta sinn. Listinn í heild inniheldur nöfn 39 einstaklinga frá ýmsum löndum. Í skýrslunni segir að sumum ættingja hinna grunuðu hafi einnig verið haldið í leynilegu varðhaldi. Meðal þeirra eru eiginkonur hinna grunuðu og börn. Ungir synir Khalid Sheikh Mohammed voru handteknir í september 2002 þegar þeir voru aðeins sjö og níu ára gamlir. „Samkvæmt sjónarvottum var þeim haldið í fangelsi ásamt fullorðnum einstaklingum í minnst fjóra mánuði. Þeir voru yfirheyrðir af bandarískum leyniþjónustumönnum og spurðir um dvalarstað föður þeirra," segir í tilkynningunni. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Sex virt mannréttindasamtök gáfu í dag út nöfn og upplýsingar um 39 einstaklinga sem talið er að sé haldið föngnum í leynifangelsum Bandaríkjanna. Einnig hefur verið greint frá nöfnum ættingja hinna horfnu fanga sem sjálfir hafa valið í leynifangelsum. Þar er jafnvel um að ræða börn, allt niður í 7 ára aldur. Íslandsdeild Amnesty hefur sent sendiráði Bandaríkjanna hér á landi afrit af skýrslunni og þess krafist að viðkomandi fangar fái réttláta meðferð. Málssókn hafin Hafin hefur verið málsókn fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum á grundvelli skýrslunnar þar sem þess er krafist að upplýsingar verði gefnar um mennina sem saknað er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amnesty á Íslandi en Amnesty International er á meðal þeirra samtaka sem að skýrslunni komu. Skýrslan send til sendiráðsins á Íslandi Í bréfi Íslandsdeildar Amnesty til sendiráðs Bandaríkjanna er þess krafist að „allir fangar sem nafngreindir eru í samantektinni verði fluttir í viðurkennda varðhaldsstofnun, fái aðgang að fjölskyldum sínum, lögfræðingum og heilbrigðisþjónustu og verði ákærðir eða þeim sleppt," segir í tilkynningunni. „Samtökin krefjast þess einnig að Bandaríkin bindi umsvifalaust enda á leynilegt framsal og varðhald og að nöfn, dvalarstaðir og staða allra fórnarlamba hins leynilega kerfis CIA verði gerð opinber." 7 ára drengur í varðhaldi Skýrslan inniheldur nákvæmar upplýsingar um fjóra einstaklinga sem þar eru nefndir „horfnir" fangar í fyrsta sinn. Listinn í heild inniheldur nöfn 39 einstaklinga frá ýmsum löndum. Í skýrslunni segir að sumum ættingja hinna grunuðu hafi einnig verið haldið í leynilegu varðhaldi. Meðal þeirra eru eiginkonur hinna grunuðu og börn. Ungir synir Khalid Sheikh Mohammed voru handteknir í september 2002 þegar þeir voru aðeins sjö og níu ára gamlir. „Samkvæmt sjónarvottum var þeim haldið í fangelsi ásamt fullorðnum einstaklingum í minnst fjóra mánuði. Þeir voru yfirheyrðir af bandarískum leyniþjónustumönnum og spurðir um dvalarstað föður þeirra," segir í tilkynningunni.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira