Erlent

Fjórtán myrtir á heimili lögreglustjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ófriður í Írak
Mynd/ AFP

Enn geisar ófriður í Írak. Byssumenn réðust inn á heimili lögreglustjórans, Colonel Ali Delyan Ahmed, í Baquba einni hættulegustu borg Íraks í dag. Fjórtán manns voru myrtir, þar á meðal eiginkona lögreglustjórans og bróðir. Auk þeirra týndu ellefu lífverðir lögreglustjórans lífi. Fjórum börnum lögreglustjórans var rænt.

Þá var sendibíll, fullur af vopnum og sprengiefnum, sprengdur upp á bifreiðastöð nálægt markaði í Qurna, sunnan af Bagdad. Að minnsta kosti átta manns létu lífið samkvæmt lögreglunni. Reuters greindi frá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×