Erlent

Þrjú ár fara í að lesa óþarfa tölvupóst

Tölvunotendur eyða þremur árum af lífi sínu í að lesa óþarfa tölvupóst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem 181 yfirmenn í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi tóku þátt í. Einn af hverjum þremur tölvupóstum er óþarfi og dreifir athygli fólks frá mikilvægari verkefnum.

Samtals fara tveir tímar af vinnudegi fólks í að lesa og senda tölvupóst. Tölvupóstarnir gera það að verkum að það tekur lengri tíma að komast að niðurstöðu og auk þess eykur hann líkur á misskilningi á samskiptum fólks. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar ganga símasamskipti hraðar fyrir sig og minni hætta er á misskilningi.

Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×