Erlent

Elgkýr eignast þrjá kálfa

Oddur S. Báruson skrifar
Elgurinn á myndinni kemur málinu ekki við
Elgurinn á myndinni kemur málinu ekki við

Í Våler í Noregi spásserar nú elgkýr um með þrjá kálfa sína. Það er alveg einstakt að elgir eignist svo mörg afkvæmi. Hin frjósama kýr og kálfar hennar hafa vakið mikla athygli eftir að náttúruljósmyndarinn Rolf Andreassen sem gekk fram á fjölskylduna og náði af henni myndum.

Sven Martinsen skógræktarfræðingur á svæðinu kallar þetta náttúruundur. „Það er kannski algengt að dádýr og hirtir eignist svo mörg afkvæmi, en afar sjaldgæft meðal elga. En náttúran er full af undrum",segir hann við Moss Avis.

Þrátt fyrir frjósemina er þó líklegt að móðurinni reynist strembið að passa upp á kálfa sína þegar líða tekur að hausti.

Myndir af fjölskyldunni má finna á vef norska ríkissjónvarpsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×