Erlent

Atlantis flytur sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar

MYND/AFP

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðarstofnuninni eru vongóðir um að hægt verði að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft frá Canaveral höfða í Flórída næstkomandi föstudag. Geimskutlunni er ætlað að flytja mikilvæga hluti til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en upphaflega átti Atlantis að fara á loft fyrir þremur mánuðum.

Veðurfræðingar hjá bandarísku geimferðarstofnuninni telja 70 prósent líkur á veðuraðstæður muni leyfa geimskot. Geimskutlan átti upphaflega að fara á loft í síðastliðnum marsmánuði en hertari öryggisráðstafanir eftir að geimskutlan Columbia hrapaði til jarðar árið 2003 hafa valdið töfunum.

Geimskutlunni er ætlað að flytja tvo sólarspegla til alþjóðlegu geimstöðvarinnar en afhending þeirra hefur nú tafist um rúm þrjú ár sökum Columbiu slyssins. Bandaríska geimferðarstofnunin hefur nú þrjú ár til að standa við sinn hlut í byggingu alþjóðlegu geimstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×