Erlent

Krefjast 150 milljarða í skaðabætur frá lyfjafyrirtæki

MYND/AFP

Dómstóll í Nígeríu ákvað í dag að fresta réttarhöldum yfir lyfjafyrirtækinu Pfizer til júlímánaðar. Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra nígerískra barna eftir að þau voru notuð í tilraunaskyni fyrir ósamþykkt lyf. Fyrirtækið hefur vísað ákærunum á bug.

Pfizer er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra barna í héraðinu Kano í Nígeríu og skaðað önnur varanlega árið 1996 þegar fyrirtækið notaði börnin í tilraunaskyni fyrir sýklalyfið Trovan. Krefjast yfirvöld í héraðinu þess að fyrirtækið greiði um 150 milljarða krónur í skaðabætur.

Gert var ráð fyrir því að málið færi fyrir dómstóla í dag en því var frestað eftir að enginn fulltrúi frá Pfizer sá sér fært að mæta í réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×