Erlent

Þingmaður ákærður fyrir spillingu

William Jefferson, þinmaður demókrata.
William Jefferson, þinmaður demókrata. MYND/AFP

Reiknað er með því að bandarísk yfirvöld gefi út ákæru á hendur bandaríska þingmanninum William Jefferson í dag fyrir spillingu og mútuþægni. Þingmaðurinn hefur hingað til neitað öllum sakargiftum.

Rannsókn á meintri spillingu William Jefferson, þingmanni demókrata í bandaríska þinginu, hófst á síðasta ári þegar yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu hans. Er Jefferson meðal annars grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að hygla einu ákveðnu bandarísku fjarskiptafyrirtæki í tengslum við viðskipti á fjarskiptabúnaði til að minnsta kosti tveggja Afríkuríkja. Í staðinn á Jefferson að hafa fengið peninga að laun og hlutabréf í umræddu fyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×