Erlent

Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm

Þýska lögreglan tekst á við mótmælendur við Heiligendamm í morgun.
Þýska lögreglan tekst á við mótmælendur við Heiligendamm í morgun. MYND/AP

Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar.

Ætlunin er ekki að taka þátt í að hafa hemil á mótmælendum heldur að læra af þýsku lögreglunni hvernig taka eigi á óeirðaseggjum. Til átaka kom um helgina og í dag nærri Heiligendamm og búist er við áframhaldandi átökum í tengslum við fundinn.

Danska lögreglan hefur í síauknum mæli tekist á við mótmælendur og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir framgöngu sína gagnvart mótmælendum við Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn fyrr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×