Erlent

Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi

Stutt er síðan sex létust í sprengjuárás í höfuðborg Tyrklands, Ankara.
Stutt er síðan sex létust í sprengjuárás í höfuðborg Tyrklands, Ankara.

Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu.

Þann 24. maí síðastliðinn sprakk sprengja í miðborg Ankara, höfuðborg Tyrklands. Þar létust sex og um 100 slösuðust. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað aðskilnaðarsinna úr röðum Kúrda um að hafa staðið á bak við árásina en forsvarsmenn þeirra hafa neitað því staðfastlega.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×