Erlent

Tunick tekur myndir í Amsterdam

Frá Amsterdam í morgun.
Frá Amsterdam í morgun. MYND/AFP

Tugir kvenna sátu fyrir naktar á brú yfir einum af hinum sögufrægu skurðum Amsterdam í morgun. Útsýnið var einstakt, jafnvel í Amsterdam sem þykir nokkuð frjálslynd í viðhorfum sínum til nektar og kynlífs. Konunar voru hluti af 2.000 manna hópi sem hafði safnast saman í borginni að beiðni ljósmyndarans Spencer Tunick en hann er frægur fyrir að taka myndir af nöktu fólki á opinberum stöðum.

Hann setti meðal annars met í grein sinni í fyrra þegar hann tók myndir af 18.000 manns í einu, öllum nöktum, í Mexíkóborg. Myndirnar sem hann tók í morgun fara hins vegar beint á safn og verða síðan prentaðar á auglýsingaspjöld víðsvegar um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×