Erlent

Rússar leggja gasleiðslu til Kína

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Verkamenn vinna við að setja upp gasleiðslu.
Verkamenn vinna við að setja upp gasleiðslu. MYND/Getty Images

Rússar og Kínverjar eiga nú í samningaviðræðum um að Rússar leggi gasleiðslu til Kína. Áætlað er að verkinu gæti verið lokið á fimm til sex árum. Victor Khristenko orkumálaráðherra Rússa skýrði frá þessu í dag og sagði að áhugi væri frekari fjárfestingum í kínverska orkugeiranum.

Viðræðurnar snúast um gas og hráolíuflutninga til kína og uppbyggingu. Khristenko sagði að Rússar hefðu áhuga á að byggja gasleiðslur frá gasstöðvum í austur- og vesturhluta Síberíu. Ákvarðanir verði teknar í samræmi við þróun kínverska gasmarkaðsins og endurskipulagningu orkumarkaða í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×