Enski boltinn

Eggert: Gerum allt til að halda Tevez

NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, segir í samtali við Sky í dag að félagið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda framherjanum Carlos Tevez í röðum liðsins áfram. Tevez hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu eftir að hann náði loks að sanna sig hjá West Ham í vor.

"Það er eðlilegt að séu vangaveltur í gangi um menn í liðinu eins og gengur þegar félagaskiptaglugginn er opinn. Við erum metnaðarfullir og viljum byggja á góðum endaspretti núna yfir á næsta tímabil. Við verðum að vinna hörðum höndum í sumar og halda í leikmenn liðsins og þar ber hæst að halda Tevez. Ég vil að hann verði áfram hjá West Ham og hann á sem stendur þrjú ár eftir af þeim fjögurra ára samningi sem hann skrifaði undir á sínum tíma," sagði Eggert í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×