Enski boltinn

Robben áfram hjá Chelsea

Arjen Robben viðurkennir að hann hafi ekki spilað eins og hann getur best á þessu tímabili.
Arjen Robben viðurkennir að hann hafi ekki spilað eins og hann getur best á þessu tímabili. MYND/Getty

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur fullvissað stuðningsmenn Chelsea um að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð, en hann hefur lengi verið orðaður við sölu frá félaginu. Robben segist enn fremur hafa fulla trú á að hann verði kominn aftur í sitt besta form áður en næsta tímabil hefst.

Robben segir að Chelsea hafi boðið sér nýjan og endurbættan samning sem hann hyggist skrifa undir hið fyrsta.

"Þjálfarinn hefur sagt að hann kunni að meta við mig og það sem ég hef upp á að bjóða sem leikmaður. Það skipti mig miklu máli að vita að ég hefði stuðning hans," sagði Robben og á þar við Jose Mourinho.

"Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera áfram hjá Chelsea. Mér líður vel hjá félaginu og langar að standa mig vel fyrir liðið. Ég verð hér á næsta ári - það er öruggt."

"Nú þegar tímabilið er búið tekur við löng hvíld, rúmar sex vikur, og ég ætla að koma ferskur til baka eftir það frí. Ég vil sýna öllum hvað ég get og endurtaka frammistöðu mína frá því á mínu fyrsta tímabili með Chelsea."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×