Enski boltinn

Hvatningarræða Drogba gerði útslagið

Didier Drogba var maðurinn á bakvið sigur Chelsea í bikarúrslitunum.
Didier Drogba var maðurinn á bakvið sigur Chelsea í bikarúrslitunum. MYND/Getty

Þótt að Didier Drogba hafi skorað markið sem réð úrslitum í bikarúrslitaleik Chelsea og Man. Utd. um helgina var það ekki síður ávarp hans til leikmanna fyrir leikinn sem hafði hvað mest áhrif á niðurstöðu leiksins, að því er fyrirliðinn John Terry heldur fram í enskum fjölmiðlum í morgun. Drogba hvatti leikmenn til að leggja sig alla fram fyrir hvorn annan.

Drogba kallaði alla byrjunarliðsleikmennina saman í hring rétt áður en leikurinn var flautaður á. Terry greindi frá því hvað Drogba hefði sagt.

“Þetta var frábær ræða. Hann sagði: “Strákar, ég er stressaður. Við erum allir stressaðir en þrátt fyrir það er alveg ljós að ég mun berjast og gefa allt sem ég á í þennan leik. Ekki fyrir mig eða einhvern annan, heldur fyrir ykkur.” Þessi orð voru það sem við þurftum að heyra,” segir Terry.

“Hann horfði djúpt í augun á okkur leikmönnunum og orð hans hittu beint í mark. Við þurftum á þessu að halda og hjálpaði okkur að komast í gírinn. Svona framkoma er lýsandi fyrir Drogba. Hann er ótrúlegur, alveg frábær náungi,” bætti Terry við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×