Enski boltinn

Gallas: Það vantar reynslu í Arsenal

William Gallas segir lið Arsenal of ungt til að ná árangri.
William Gallas segir lið Arsenal of ungt til að ná árangri. MYND/Getty

Franski varnarmaðurinn William Gallas hjá Arsenal segir að liðinu skorti sárlega reynslu í leikmannahópinn til að ná betri árangri en þeim sem liðið náði á þessu tímabili. Gallas er ómyrkur í máli og segir liðið ekki hafa tekið neinum framförum á nýafstaðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

"Ég er metnaðarfullur og vill vera í baráttu um alla titla sem í boði eru, en við höfum ekki sýnt neinar framfarir á þessu tímabili. Ég veit að við erum með fullt af efnilegum ungum leikmönnum í liðinu, en ég verð ekki að spila lengur eftir nokkur ár. Ég vill vinna titla á næsta tímabili," sagði Gallas.

"Tímabilin eru löng og ströng og ef það á að haldast stöðugleiki verða leikmannahóparnir að búa yfir nægilegri dýpt. Svo er ekki hjá Arsenal. Það þarf líka reynslumikla leikmenn í bland við þá ungu, og við eigum ekki nægilega mikið af þeim.

"Ungu leikmennirnir hafa fengið að axla mikla ábyrgð, en þegar þú ert 19 ára gamall er ekki hægt að ætlast til að þú spilir vel í hverri viku. Ef Arsenal heldur öllum þessum ungu leikmönnum verður liðið mjög hættulegt eftir nokkur ár. En í ár vantaði þroskann í liðið. Það þurfum við að laga fyrir næsta ár."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×