Enski boltinn

Ballack og Shevchenko verða ekki seldir

Michael Ballack og Andriy Shevchenko verða í treyju Chelsea á næsta ári.
Michael Ballack og Andriy Shevchenko verða í treyju Chelsea á næsta ári. MYND/Getty

Peter Kenyon, stjórnarformaður Chelsea, segir að félagið muni losa sig við þrjá leikmenn í sumar og að þrír til fjórir leikmenn munu koma til liðsins í staðinn. Að sögn stjórnarformannsins mun líklega enginn þeirra þó vera stórstjarna og þá staðfesti hann að hvorki Andriy Shevchenko né Michael Ballack væru á leið frá félaginu.

“Það er útilokað,” sagði Kenyon við enska fjölmiðla þegar þeir spurðu hann hvort Shevchenko eða Ballack yrðu seldir í sumar. “Við fengum þessa leikmenn til að spila fyrir okkur í 3-4 ár. Við fengum þá ekki til að spila eitt tímabil. Við vitum nákvæmlega hvaða hæfileikum þeir búa yfir og hvað þeir geta,” bætti Kenyon við.

Kenyon segir að aðalmarkmið liðsins í sumar verði að finna leikmenn sem styrki hópinn og auki breiddina sem Jose Mourinho þarf að hafa yfir að ráða. “Við munum líklega losa okkur við þrjá leikmenn og fá 3-4 menn í staðinn. Við þurfum ekki á stórum nöfnum að halda og því held ég að að við munum láta stjórstjörnurnar vera. Við erum að leita að varnarmanni, miðjumanni og sóknarmanni.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×