Enski boltinn

Vidic: Ég er enginn morðingi

Nemanja Vidic er harður í horn að taka.
Nemanja Vidic er harður í horn að taka. MYND/Getty

Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, segist alls ekki vera neinn morðingi, en það er þó ekki svo að hann hafi raunverulega verið ásakur um slíkt athæfi. Vidic er að neita fullyrðingum sem fram koma í söng stuðningsmanna Man. Utd. um Vidic, en textinn í laginu endar á textabrotinu: "Hann mun myrða þig."

Vidic er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Leikmaðurinn segist ekki vera sá sleipasti í enskunni en hann kunni nægilega mikið til að skilja hvert orð í söngvum stuðningsmannana.

"Ég held að stuðningsmennirnir kunni vel að meta minn leikstíl. Ég er kannski harður í horn að taka en ég kann mín takmörk og tel mig ekki vera óheiðarlegan leikmann. Ég legg mig 100% fram í alla leiki og reyni að gera mitt besta. Ég kann vel að meta stuðning þeirra en ég er enginn morðingi," sagði Vidic þegar hann var spurður um textann í laginu.

Vidic verður á sínum stað í vörn Man. Utd. í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×