Enski boltinn

Miðvikudagsslúðrið á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Íslendingalið West Ham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. Daily Express greinir frá því að Ítalíumeistarar Inter Milan séu að undirbúa 25 milljón punda kauptilboð í framherjann Carlos Tevez.

Guardian heldur því fram að West Ham muni hagnast vel á mögulegri sölu á Tevez eftir að hann gerði nýjan og löglegan samning við félagið. Daily Star segir að West Ham sé að íhuga 8 milljón punda tilboð í miðjumanninn Scott Parker. Portsmouth er að íhuga tilboð í framherjann Jermain Defoe eftir að félaginu tókst ekki að kaupa Mark Viduka frá Boro (ýmsir)

Bandaríska félagið New York Red Bull hefur áhuga á að fá Teddy Sheringham í sínar raðir erftir að hann var látinn fara frá West Ham, en Charlton mun einnig hafa áhuga á honum (The Sun). Didier Drogba hefur látið í það skína að hann fari frá Chelsea í sumar ef gott tilboð kæmi - en félagi hans Andriy Shevchenko ætlar að vera áfram hjá félaginu (Express)

Hossam Ghaly hjá Tottenham segist vilja fara frá Tottenham því hann sé alltaf látinn spila út úr sinni stöðu (Express). Birmingham hefur áhuga á Titus Bramble sem var látinn fara frá Newcastle í dag (Mirror). Chris Hutchings, nýráðinn stjóri Wigan, hefur áhuga á að fá framherjan Marlon Harewood frá West Ham fyrir 2,5 milljónir punda (The Sun)

Varnarmaðurinn Zat Knight hjá Fulham er orðaður við Sunderland (ýmsir). Dennis Rommendahl hjá Charlton er á leið til Bröndby í heimalandi sínu Danmörku (Daily Star). Portsmouth er á ný á höttunum eftir miðjumanninum Sulley Muntari hjá Udinese fyrir 6 milljónir punda (ýmsir).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×