Enski boltinn

Jewell lofar að fara ekki til Manchester City

NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, fyrrum stjóri Wigan, segist hafa lofað stjórnarformanni Wigan að hann muni ekki taka við liði Manchester City. Veðbankar á Englandi eru harðir á því að Jewell verði eftirmaður Stuart Pearce hjá City, en hann segist ætla að hlaða rafhlöðurnar á næstu mánuðum í stað þess að fara beint í þjálfun á ný.

"Ég horfði í augun á stjórnarformanninum og lofaði honum að fara ekki til City - ég hef átt frábært samstarf við hann og mér þykir of vænt um Wigan til að standa ekki við orð mín. Ég er reyndar að fara til Manchester á næstu dögum, en það er til að mæta fyrir aganefndina. Ég trúi ekki að þeir sekti mig, atvinnulausan manninn," sagði hinn gamansami Jewell.

"Ég ætla að taka mér góða pásu frá leiknum núna til að hlaða raflhöðurnar, ég þrífst á pressunni sem fylgir því að þjálfa, en nú þarf ég smá pásu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×