Enski boltinn

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Owen Hargreaves er loksins sagður á leið til Manchester United
Owen Hargreaves er loksins sagður á leið til Manchester United NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið The Sun segir að argentínski framherjinn Carlos Tevez muni fara frá West Ham til Real Madrid í sumar fyrir 30 milljónir punda og segir að Lundúnafélagið muni ekki fá eina krónu af kaupvirðinu. Þá segir Daily Express að framtíð leikmannsins muni ráðast í næstu viku.

West Ham mun gera 12 milljón punda tilboð í Darren Bent hjá Charlton (Daily Star). Tottenham er á höttunum eftir Darren Bent og mun vera tilbúið að greiða 10 milljónir punda fyrir hann (Daily Express). Tottenham er einnig á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen (Daily Star).

Varnarmaðurinn Sol Campbell er á leið til Newcastle (Mirror). Phil Jagielka er á leið frá Sheffield United og munu Liverpool, Aston Villa, Everton og Wigan hafa áhuga á honum (Mirror). Manchester United og Bayern Munchen eru sögð hafa komist að samkomulagi um 18 milljón punda verðmiða á Owen Hargreaves (Daily Star).

Tottenham hefur misst áhugann á Nigel Reo-Coker en Sunderland og Everton hafa áhuga á honum (Mirror). Obafemi Martins hjá Newcastle gæti verið á leið til Juventus eða Valencia og er Newcastle þegar í viðræðum um að selja hann fyrir 13 milljónir punda (The Sun). Glen Johnson hefur neita að semja við Portsmouth og vill berjast fyrir sæti sínu hjá Chelsea (Mirror). Mark Viduka er á leið til Portsmouth frá Middlesbrough (Daily Mail).

West Ham er að undirbúa tilboð í portúgalska framherjann Nuno Gomes hjá Benfica (Daily Mirror). Celtic og Rangers í Glasgow eru sögð muni berjast um að fá framherjann Robbie Fowler til liðs við sig í sumar (Mirror). Luis Van Gaal hjá AZ Alkmaar er efsti maður á óskalista Manchester City sem eftirmaður Stuart Pearce (Daily Mirror). Paul Jewell fór frá Wigan með eina milljón punda í bónus frá formanni félagsins fyrir að halda liðinu í úrvalsdeildinni (The Sun).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×