Erlent

Tíu handteknir vegna skipulags vændis í Osló

Tíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Osló í gær gegn skipulögðu vændi. Um var að ræða þrjár konur og sjö menn og er einn þeirra jafnframt ákærður fyrir mansal.

Fram kemur á fréttavef norska ríkisútvarpsins að fólkið hafi flutt tugi kvenna frá Búlgaríu til Noregs og látið þær selja sig á götum Oslóar. Hefur lögreglan í Osló komið á fót miðstöð fyrir vændiskonurnar í höfuðstöðvum sínum þar sem þeim verður boðin aðstoð.

Alls tóku um 60 lögreglumenn þátt í aðgerðunum í gær og útlilokar lögregla ekki að fleiri verði handteknir tengslum við málið. Handtökurnar eru afrakstur vinnu átakshóps innan lögreglunnar sem hefur frá áramótum kortlagt og rannsakað mansal og skipulagt í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×