Enski boltinn

Ferguson: Ætli maður skelli sér ekki í golf

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson hrósaði skapgerð sinna manna í dag eftir að Manchester United lagði granna sína í City 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki ætla að horfa á leik Arsenal og Chelsea á morgun og reiknar með því að leika frekar einn hring af golfi.

"Strákarnir sýndu hugrekki eftir tapið í Meistaradeildinni í vikunni og þó ég hefði alveg sætt mig við jafntefli í erfiðum grannaslag - erum við að sjálfssögðu ánægðir með sigurinn. Ég hefði alveg verið til í að gera jafntefli í dag og þurfa að spila upp á líf og dauða við Chelsea. Ég ætla mér samt ekki að horfa á leik Arsenal og Chelsea á morgun. Ætli ég skelli mér ekki bara í golf ef veðrið verður gott," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×