Enski boltinn

United með aðra höndina á titlinum

NordicPhotos/GettyImages

Manchester United er nú nánast búið að tryggja sér enska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrna Cristiano Ronaldo á 34. mínútu tryggði þeim rauðu sigurinn og nú verður Chelsea að vinna Arsenal á Emirates á morgun til að halda í von um titilinn.

Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur eftir að Alan Ball hafði brotið á honum, en skömmu áður traðkaði Ball á honum þar sem hann lá á vellinum og vakti með því litla hrifningu Alex Ferguson. Edwin van der Sar var hetja Manchester United í leiknum eftir að hann varði vítaspyrnu frá Darius Vassell 11 mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×