Enski boltinn

Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi

Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool.

Maðurinn hafði verið gestur á knattspyrnuleik Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Þyrlan hvarf skömmu eftir að hún hafði lagt af stað frá John Lennon flugvellinum í Liverpool í morgun. Flakið fannst síðan á ellefta tímanum og eru málið nú til rannsóknar. Telja fjölmiðlar allt benda til þess að allir fjórir um borð hafi farist í slysinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×