Enski boltinn

Ívar Ingimars: Mitt hlutverk að halda aftur af Owen

Ívar ætlar að halda Owen niðri í kvöld
Ívar ætlar að halda Owen niðri í kvöld

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Reading tekur á móti Newcastle. Þetta verður fyrsti leikur Michael Owen með liði sínu síðan hann meiddist illa á HM í sumar og það kemur í hlut Ívars Ingimarssonar að gæta þess að Owen skori ekki í endurkomunni.

Ívar og Owen mættust síðast í leik Íslendinga og Englendinga fyrir þremur árum og þar höfðu Englendingar auðveldan 6-1 sigur. Ívar vill gjarnan sjá til þess að ekkert slíkt verði uppi á teningnum í kvöld.

"Ég spilaði á móti Owen í landsleiknum forðum og ég á nú ekki sérstaklega góðar minningar af þeim leik. Owen kemur væntanlega mjög ákveðinnn til leiks og ég vona hans vegna að hann nái sér að fullu, því hann er einn besti framherji sem Englendingar hafa átt. Við ætlum okkur hinsvegar að ná í þrjú stig í þessum leik og það verður því í mínum verkahring að halda honum niðri," sagði Ívar í samtali við The Sun í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×