Enski boltinn

Sven Göran: Ég er vel liðinn á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist aldrei hafa fundið fyrir öðru en að hann væri vel liðinn á Englandi í stjórnartíð sinni. Hann viðurkennir að liðið hefði átt að standa sig mun betur á HM í sumar.

"Ég hef alltaf valdið þjálfarastarfinu, sama hvar ég hef verið, og áður en ég tók við enska landsliðinu hafði ég aldrei verið rekinn úr þjálfarastarfi á ferlinum. Ég er enn ungur og get enn þjálfað. Ég ætla ekki að væla yfir því, en fyrstu næturnar eftir að ég kom heim af HM, þá svaf ég ekki og gat ekki talað um HM. Þetta var ekki þunglyndi, heldur gat ég bara ekki hætt að hugsa um þetta. Ég er sannfærður um að við áttum að ná lengra," sagði Sven-Göran.

"Ég heyrði aldrei neitt slæmt á þeim tíma sem ég stýrði enska liðinu og allir komu fram við mig af kurteisi. Þegar ég kem á Heathrow flugvöll í dag er yfirleitt einhver sem stöðvar mig, biður mig um eiginhandaráritun og segir mér að ég hafi staðið mig vel," sagði Eriksson í samtali við Sunday Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×