Enski boltinn

West Ham sektað um 5,5 milljónir punda

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham var í dag sektað um 5,5 milljónir punda eða rúmar 700 milljónir króna eftir að niðurstaða komst loks í félagaskiptamál þeirra Javier Mascherano og Carlos Tevez. Stig verða ekki dregin af liðinu í úrvalsdeildinni en Tevez fær ekki leikheimild með liðinu nema hann geri við það nýjan samning. Sektin er sú stærsta í sögu úrvalsdeildarinnar, en refsingin varð ekki eins þung og reiknað var með því þeir sem stóðu að félagaskiptunum á sínum tíma eru flestir hættir störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×